Grænir dagar fara fram í Háskóla Íslands dagana 16.-18. mars á vegum GAIA, félags meistaranema í Umhverfis- og auðlindafræði en markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um málefni tengdum umhverfinu. Allskonar fræðandi fyrirlestrar og skemmtilegir viðburðir, sjáðu dagskrána hér.

Grænir dagar fara fram í Háskóla Íslands dagana 16.-18. mars og það í níunda sinn. Viðburðurinn er á vegum GAIA, félags meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði en markmiðið er að stuðla að vitundarvakningu um málefni tengdum umhverfinu.
Í ár verða loftslagsbreytingar og viðbrögð samfélagsins við þeim til umræðu. Viðburðirnir verða helst í formi fyrirlestra en einnig verða skemmtilegir hliðarviðburðir eins og kynning á grænmetisréttum, kvikmyndasýning og pubquiz.
Miðvikudagur, 16. mars
Opnunarhátíð kl 11:00 – 12:30, Háskólatorgi
Þorgerður Anna Björnsdóttir, Formaður GAIA
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Brynhildur Davíðsdóttir, Prófessor í Umhverfis- og auðlindafræði
Harpa Stefánsdóttir, Eldhúsatlasinn: lokaverkefni í MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun
Svavar Knútur, tónlistaratriði
Fyrirlestrar kl 13:00 – 16:30, HT300
Laura Malinauskaité, Mat um áhrif kynja í stefnu Litháen um loftslagsbreytingar
Stella Tereka, kyn og loftslagsbreytingar
Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd: Endurvinnsla plasts
Kristín Linda Sveinsdóttir, Félag grænmetisbænda á Íslandi
Sólrún Sigurðardóttir & Andrea M. Burgherr, Matarsóun
12:30 – 16:30, Litla Torg
Samtök grænmetisæta, Grænmetisætur deila þekkingu og bjóða gestum að smakka á ljúffengum grænmetisréttum
Ræktun plantna í sjálfvökvandi íláti, lærðu að búa til þitt eigið kerfi með Christoper Williams
17:30 – 19:00, Stúdentakjallarinn
“This changes everything” byggð á metsölubók Naomi Klein; Climate Change
Fimmtudagur, 17. mars
Skype fyrirlestur, 10:30 – 11:30, HT300
Fai Narapruet, Pólitískt hagkerfi flóttamanna Mjanmar og áhrif loftslagsbreytinga
Fyrirlestrar, 13:20 – 15:40, L103 Lögbergi
Jökull Gíslason, Óeirðir, uppreisnir og loftslag
Magnfríður Júlíusdóttir, Eldsneyti eða matur? Loftslagsbreytingar, fæðuöryggi og kyn í umræðum um landnotkun í Afríku
Björn Teitsson, Rauði Krossinn: Endurskilgreining á flóttamönnum; Loftslagsbreytingar, uppspretta fólksflutninga og vopnaðra átaka.
Föstudagur, 18. mars
Fyrirlestur, 11:40 – 12:00, HT103
Yaroslava Kutsai, loftslagsbreytingar í teiknimyndum, Hvað er fyndið við 21. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar?
Pallborðsumræður um COP21 ráðstefnuna í París, 12:00 – 13:00, HT103
Ari Trausti Guðmundsson, Jarðfræðingur og rithöfundur
Zachary Lewis Dix, ENR program
Hildur Knútsdóttir, Náttúruverndarsamtökin
Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur
Fyrirlestur, 13:10 – 13:30, HT103
Ari Trausti Guðmundsson, Jarðfræðingur og rithöfundur: Ísland og COP21 ráðstefnan
Fyrirlestrar, 13:40 – 15:30, HT104
Kristín Vala Ragnarsdóttir, Prófessor við HÍ: Sjálfbærnivísindi
Dagur B. Eggertsson, Borgarstjóri: Skuldbindingar Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum
Guðni Elísson, Prófessor við HÍ: Hvernig ættum við að tala um loftslagsbreytingar?
Stúdentakjallarinn, 20:00 – 00:00
Pub Quiz og Partý grænna daga
Heimildir
Green Days event
Green Days – Iceland