RISA Vísindasýning í Háskólabíó á laugardaginn

Sannkölluð vísindaveisla verður í Háskólabíó laugardaginn 9. apríl. Samtökin EuroScienceFun halda nú ráðstefnu á Íslandi og í lok hennar halda 20 evrópsk sýningarteymi saman vísindasýningu sem opin er öllum og aðgangur ókeypis.

Sprengjugengið er gestgjafi ESF ráðstefnunnar í ár og tekur þátt í sýningunni.
Sprengjugengið er gestgjafi ESF ráðstefnunnar í ár og tekur þátt í sýningunni.

Nú stendur yfir árleg ráðstefna EuroScienceFun (ESF) og í þetta skiptið er hún haldin á Íslandi. ESF er evrópskt samstarfsverkefni þeirra sem standa fyrir vísindasýningum og markmið þeirra er að mynda samfélag hópa sem standa fyrir vísindasýningum og um leið stuðla að miðlun vísinda til áhugasamra. Samtökin samanstanda af 48 hópum í 22 löndum en Íslendingar eiga einn hóp í samtökunum sem er Sprengjugengið.

Sprengjugengið hefur á undanförnum árum haldið efnafræðisýningar með það að markmiði að ýta undir áhuga ungmenna á efnafræði og raunvísindum almennt. Ráðstefnan stendur yfir í fimm daga í þessari viku og á lokadegi hennar halda 20 sýningarteymi sameiginlega vísindasýningu í Háskólabíó sem er opin almenningi laugardaginn 9. apríl kl 12:00 – 17:00. Tvær ólíkar sýningar verða í Stóra sal, sú fyrri kl 13:00 og sú síðari kl 15:00.

Skoðaðu viðburðinn á facebook

Sýndar verða stórskemmtilegar tilraunir sem henta öllum aldri en fólkið bakvið sýningarnar hefur misjafnan bakgrunn, bæði fræðilegan og listrænan. Þar má finna nemendur, kennara á öllum skólastigum, prófessora, leikara, auk starfsfólks háskóla, vísindastofnana og vísindasafna. Vísindasmiðjan verður opin, Stjörnu-Sævar verður á svæðinu og Ævar vísindamaður verður kynnir.

Heimildir
Háskóli Íslands: Vísindasýning í Háskólabíói
EuroScienceFun
Sprengjugengið