NASA hefur boðað til blaðamannafundar miðvikudaginn 22. febrúar. Á fundinum verða nýjar uppgötvanir um plánetur í öðru sólkerfi en okkar kynntar.

NASA hefur séð ástæðu til þess að halda sérstakan blaðamannafund til að opinbera nýjar upplýsingar varðandi reikistjörnur í öðrum sólkerfum en okkar sem kallast fjarreikistjörnur. Það verður spennandi að heyra hvað þau hafa að segja og hvort það tengist mögulega lífvænlegum plánetum eða mögulega einhverju sem við höfum aldrei séð áður.
NASA munu halda fundinn núna á miðvikudaginn klukkan 18:00 á okkar tíma en hægt verður að horfa á fundinn beint á NASA TV og koma spurningum á framfæri á twitter undir myllumerkinu #askNASA.1
Heimildir