Nýtt sólkerfi finnst með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina

Nágrannastjarna okkar TRAPPIST-1 hefur sjö plánetur sem gætu haft fljótandi vatn á yfirborði sínu og mögulega geymt líf.

Hluti af nýja NASA Poster af TRAPPIST-1 sólkerfinu. Sjáðu allan posterinn niðri.

Á blaðamannafundi í dag tilkynnti hópur stjarnfræðinga frá uppgötvun á nýju sólkerfi sem er í 40 ljósára fjarlægð frá Jörðinni og er því nágranni okkar í alheiminum. Þessu greinir Stjörnufræðivefurinn betur frá fyrr í dag.1

Stjarnan í sólkerfinu hefur fengið nafnið TRAPPIST-1 og er rauð dvergstjarna sem er um 2600°C heit á yfirborðinu en hún er aðeins um 8% af massa sólar eða aðeins stærri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í okkar sólkerfi.

Allar sjö reikistjörnurnar í sólkerfinu eru á stærð við jörðina og gætu mögulega haft fljótandi vatn á yfirborðinu en aðeins þrjár þeirra, TRAPPIST-1a, f og g eru mest spennandi og líklegar til að hafa vatn vegna þess að þær eru í lífbelti stjörnunnar sem þýðir að þær eru í hæfilegri fjarlægð frá stjörnunni sinni miðað við orkuna sem þær fá frá henni.

Vegna hæfilegrar fjarlægðar sólkerfisins frá okkur má búast við ítarlegri rannsóknum á þessu sólkerfi í komandi framtíð og megum við bíða spennt eftir niðurstöðum þeirra.

Nasa gaf út glæsilegan poster ásamt myndum sem sýna samanburð á stærðum og fjarlægðum en höfundur myndanna er Amanda Smith.

NASA Poster. Planet Hop from TRAPPIST-1. Eftir Amanda Smith.
NASA Poster. Planet Hop from TRAPPIST-1. Eftir Amanda Smith.
Samanburður á stærðum og fjarlægðum frá stjörnu sinni. Eftir Amanda Smtih.
Samanburður á stærðum og fjarlægðum frá stjörnu sinni. Eftir Amanda Smtih.
Samanburður á stærð TRAPPIST-1 og sólinni okkar ásamt jörðinni og reikistjörnum TRAPPIST-1. Höf: Amanda Smith.
Samanburður á stærð TRAPPIST-1 og sólinni okkar ásamt jörðinni og reikistjörnum TRAPPIST-1. Höf: Amanda Smith.

Heimildir

  1. Stjörnufræðivefurinn: Sjö reikistjörnur í einstöku sólkerfi TRAPPIST-1